Upp upp á fjall
Upp, upp, upp á fjall,
upp á fjalsins brún.
Niður, niður, niður, niður,
alveg niður á tún.
Undir Dalanna sól
Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð,
hef ég unað, við kyrrláta för.
Undir Dalanna sól, hef ég lifað mín ljóð,
ég hef leitað og fundið mín svör.
:,: Undir Dalanna sól, hef ég gæfuna gist,
stundum grátið, en oftar í fögnuði kysst.
Undir Dalanna sól, á ég bú mitt og ból
og minn bikar, minn arinn, minn svefnstað og skjól. :,: