Sigga litla systir mín
Sigga litla systir mín
situr úti' í götu,
er að mjólka ána sín
í ofurlitla fötu.
Sá ég spóa
Íslenskt keðjulag, Sigurður Jónsson
Sá ég spóa
suður í flóa
syngur lóa
út í móa:
“Bí bí bí bí.”
Vorið er komið
víst á ný.
Signir sól
Þýskt þjóðlag
Gunnar M Magnússon
Signir sól, sérhvern hól.
Sveitin klæðist geislakjól.
Blómin blíð, björt og fríð
blika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag
fuglar syngja gleðibrag.
Sumarljóð, sæl og rjóð,
syngja börnin góð.
Siggi var úti
Norskt þjóðlag - Jónas Jónasson
Siggi var úti með ærnar í haga,
allar stukku þær suður í mó.
Smeykur um holtin var hann að vaga,
vissi hann að lágfóta dældirnar smó.
:,: Agg, gagg, gagg sagði tófan á grjóti. :,:
Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti.
Greyið hann Siggi, hann þorir ekki heim.
Aumingja Siggi var hreint engin hetja,
hélt hann að lágfóta gerði sér mein,
inn undir bakkann sig vildi hann setja,
svo skreið hann lafhræddur upp undir stein.
:,: Agg, gagg, gagg sagði tófan á grjóti. :,:
Undi svo víða sá ómurinn ljóti
ærnar að stukku sem hundeltar heim.
Þá tók hann Siggi til fóta sem fljótast,
flaug hann sem vindur um urðir og stall.
Tófan var alein þar eftir að skjótast,
ólukku kindin hún þaut upp á fjall.
:,: Agg, gagg, gagg sagði tófan á grjóti. :,:
Trúi ég af augum hans tárperlur hrjóti,
Stóra brúin
Stóra brúin fer upp og niður,
upp og niður, upp og niður.
Stóra brúin fer upp og niður,
allan daginn.
Bílarnir aka yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Bílarnir aka yfir brúna,
allan daginn.
Skipin sigla undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Skipin sigla undir brúna,
allan daginn.
Flugvélarnar fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Flugvélarnar fljúga yfir brúna,
allan daginn.
Fiskarnir synda undir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fiskarnir synda undir brúna,
allan daginn.
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
allan daginn.
Börnin hlaupa yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Börnin hlaupa yfir brúna,
allan daginn
Snati og Óli
Lag Páll Ísólfsson
Ljóð: Þorsteinn Einarsson
Heyrðu snöggvast, Snati minn,
snjalli vinur kæri,
heldurðu ekki hringinn þinn
ég hermannlega bæri.
Lof mér nú að leika að
látúnshálsgjörð þinni,
ég skal seinna jafna það
með jólaköku minni.
Jæja þá, í þetta sinn,
þér er heimil ólin,
en hvenær koma, kæri minn,
kakan þín og jólin?
Söngvasveinar
:,: Við erum söngvasveinar á leiðinni’ út í lönd :,:
leikum á flautu, á skógarhorn, á skógarhorn,
leikum á flautu, fiðlu’ og skógarhorn.
Og við skulum dansa hopsasa, hopsasa, hopsasa,
við skulum dansa hopsasa - HOPSASA!!
Sólin skín og skellihlær
Nú sólin skín og skellihlær
við skulum syngja lag.
Vetur kaldur var í gær
en vorið kom í dag.
Fallerí, fallera, fallerí,
falle,ra hahahaha..Fallerí, fallera,
en vorið kom í dag
Skýin
Við skýin felum ekki sólina af illgirni
(klapp, klapp, klapp)
Við skýin erum bara að horfa á leiki mannanna
(klapp, klapp, klapp)
Við skýin sjáum ykkur hlaupa-oouuúúííh!
Í rokinu!
Klædd gulum, rauðum, grænum og bláum regnfötum.
Eins og regnbogi meistarans,
regnbogi meistarans,
við skýin erum bara grá, bara grá,
á morgun kemur sólin,
hvað verður um skýin þá?
Sa ramm samm samm
:,:Sa ramm samm samm:,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm
:,:Sa ramm samm samm:,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm
:,:Hér er ég, hér er ég
Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm:,:
Sofðu unga ástin mín
Sofðu unga ástin mín.
Úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
Það er margt sem myrkrið veit
minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit,
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt
að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.
Söngvaseiður
Do er dós af djásnum full,
Re er refur, rándýr eitt.
Mí er mýsla, mórautt grey,
Fa er fax á fáki greitt,
So er sólin sæla skín,
La er lamb í lautu´ og mó,
Tí er tína berin berin blá.
Byrjum aftur svo á do o o o
Siggi og Sína
Hann hét Siggi. Hún hét Sína.
Og þau áttu lítinn leirkofa í Kína.
Hann var langur. Hún var lítil.
Og Pekinghundinn sinn þau nefndu Trítil.
Út á akri á daginn unnu,
en á kvöldin sátu heima og silki spunnu.
Og þau átu í hvert mál
hrísgrjónagraut úr risastórri skál.
:,: Hrísgrjónagraut úr skál. Hrísgrjónagraut úr skál.
Hrísgrjónagraut úr risastórri skál.:,: risastórri skál.
STINGUM AF
Það er andvöku bjart
himinn - kvöldsólarskart,
finnum læk, litla laut,
tínum grös, sjóðum graut
finnum læk, litla laut,
tínum grös, sjóðum graut
Finnum göldróttan hval
og fyndinn sel í smá dal
lækjarnið, lítinn foss,
skeinusár, mömmukoss
lækjarnið, lítinn foss,
skeinusár, mömmukoss
Stingum af -
í spegilsléttan fjörð
stingum af -
smá fjölskylduhjörð
senn fjúka barnaár
upp í vind, út á sjó
verðmæt gleðitár,
- elliró, elliró
Hoppum út í bláinn,
kveðjum stress og skjáinn,
syngjum lag, spilum spil,
þá er gott að vera til
syngjum lag, spilum spil,
þá er gott að vera til
Tínum skeljar, fjallagrös,
látum pabba blása úr nös,
við grjótahól í feluleik,
á hleðslu lambasteik,
við grjótahól í feluleik,
á hleðslu lambasteik,
Stingum af
í spegilsléttan fjörð
stingum af -
smá fjölskylduhjörð
senn fjúka barnaár
upp í vind, út á sjó
verðmæt gleðitár,
- elliró,E elliró
Syngjandi hér, syngjandi þar
Viðlag:
Syngjandi hér, syngjandi þar
syngjandi geng ég allsstaðar
Sí og æ
Æ og sí
Aldrei fæ ég nóg af því.
Einu sinni átti ég kú.
Einu sinni átti ég kú.
Hún sagði ekki mö, heldur bú bú bú
já býsna skrýtin var kýrin sú.
Ég átti hrút og hann var grár.
Ég átti hrút og hann var grár.
Svo skipt´ann um lit og eftir ár
hann orðinn var næstum því fjólublár
Ég átti hund sem oft svaf fast.
Ég átti hund sem oft svaf fast.
Og þegar rigndi og það var hvasst,
þá fékk hann alltaf gigtarkast.
Ég átti fugl sem í búri bjó.
Ég átti fugl sem í búri bjó.
Hann aldrei söng, jafnvel ekki þó
að undir væri leikið á píanó.
Ég átti kött sem var klókur og vís.
Ég átti kött sem var klókur og vís.
Hann var andvígur því að eltast við mýs,
en át bara kökur og rjómaís.
Söngur Soffíu
Ja, fussum svei, ja, fussum svei
mig furðar þetta rót.
Í hverju skoti skúm og ryk
og skran og rusl og dót.
En Jesper skal nú skítinn þvo
og skrapa óþverrann,
og hann má því næst hlaupa út,
og hjálpa Jónatan.
Því Kasper brenni kurla skal
og kynda eldinn vel,
af heitu vatni hafa nóg
ég heldur betur tel.
Því Jesper bæði og Jónatan
ég senn í baðið rek,
og vilji þeir ei vatnið í
með valdi þá ég tek.
Því andlit þeirra eru svört
já, eins og moldarflag,
og kraftaverk það kalla má
að koma þeim í lag.
Ef sápa ekki segir neitt
ég sandpappír mér fæ,
og skrapa þá og skúra fast
uns skítnum burt ég næ.