Söngur léttir lund

Söngur er hluti af daglegu starfi í Austurkór. Það er starfræktur elstu barna kór sem æfir saman í hverri viku. Við höldum Fjörfundi þar sem nemendur koma fram og syngja fyrir börn af öðrum deildum og síðast en ekki síst er sungið mikið yfir daginn í daglegu starfi sem og samverum. Söngurinn veitir börnunum mikla gleði og eflir hljóðkerfisvitund, framburð og eykur orðaforða þeirra. Einnig kennir hann þeim takt og tjáningu. Hér til hliðar má nálgast söngbók Austurkórs í stafrófsröð.