Deildirnar í leikskólanum Austurkór

Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli. 

Deildirnar heita Sjónarhóll, Esja, Lundur, Askja, Dyngja og Perla.

Á Sjónarhóli og Esju eru börnin á aldrinum 3-5 ára og tilheyra bláa gangi. Mikil samvinna er á milli þessara deilda. Á gula gangi  eru deildirnar Lundur og Askja og eru börnin 2-3 ára. Dyngja og Perla eru á rauða gangi og eru börnin þar 1-2 ára.