Leikskólinn Austurkór var formlega opnaður 1. febrúar 2014 við hátíðlega athöfn þar sem fjöldi gesta var viðstaddur. Systkinin Manuela Þrá og Hlynur Breki klipptu á borðann ásamt fríðu föruneyti frá Kópavogsbæ. Föstudaginn 14. febrúar komu svo fyrstu börnin í aðlögun.

Leikskólinn er staðsettur við götuna Austurkór í Kórahverfinu í Kópavogi. Í leikskólanum eru 120 börn. Leikskólastjóri Austurkórs er Elín Rós Hansdóttir. Netfang leikskólans er austurkor@kopavogur.is

Leikskólinn er opinn alla virka daga frá kl. 7:30 - 16:30. Síminn á Austurkór er 4415100