Uppeldi og menntun leikskólabarna er samvinnuverkefni allra kennara í leikskóla þar sem velferð og hagur barna á að vera að leiðarljósi í öllu starfi. Veita á börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Nám í leikskóla er samþætt og fer fram í leik, umönnun, samskiptum, skapandi starfi og hugsun þar sem hverju barni er mætt þar sem það er statt í námi og þroska.