Skólanámskrá Austurkórs er flæðandi (e. emergent curriculum) því skólastarf er síbreytilegt og tekur mið af því fólki sem er í skólanum hverju sinni. Í raun er starfsáætlun hvers skólaárs sú námskrá sem er í gildi hverju sinni. 

 

Skólanámskrá

 


Með flæðandi skólanámskrá er meðal annars átt við að börnin hafi áhrif á námið. Skipulag skólastarfsins er sveigjanlegt og tekur mið af áhuga og ævintýraþrá barnanna. Hlutverk kennara er að styðja við nám barnanna, hlusta á hugmyndir þeirra og vinna út frá þeim. Nýta eigin hæfni og vera í samstarfi.

Þessi skólanámskrá er lifandi plagg og tekur breytingum í takt við skólaþróun Austurkórs. Hún endurspeglar jafnframt Aðalnámskrá leikskóla og námskrá leikskóla Kópavogs. 


Aðalnámskrá leikskóla og námskrá Kópavogs

Í Aðalnámskrá eru grunnþættir menntunar sameiginleg leiðarljós allra skólastiga á Íslandi. Þeir eiga að endurspegla allt skólastarfið. Leiðarljós fyrir leikskólastarf og námssvið leikskóla eru sett fram en áherslur námssviðanna endurspegla grunnþætti menntunar (Aðalnámskrá leikskóla, 2011, bls. 16 og 33).

Í skólastefnu Kópavogs er meðal annars unnið eftir árgangaskiptum námskrám (námsskrá 1-2 ára barna, námsskrá 3-4 ára barna, námskrá 5 ára barna) og Leikskólaperlunni.

Hér er hægt að skoða Aðalnámskrá leikskóla og námskrá leikskóla Kópavogs.