Numicon

Við í Austurkór nýtum numicon með börnunum því það er byggt upp með þeim hætti að nýta styrkleika barnanna. Þessir styrkleikar eru að læra í gegnum leik, tilfinning barnanna fyrir mynstrum og góð eftirtekt. Numicon er hægt að nýta á mjög fjölbreyttan hátt þar sem börnin geta handleikið kubbana, rannsakað, kannað mismunandi mynstur, séð tengsl á milli talna út frá myndum. Numicon er einnig mjög skemmtilegt að nýta með öðrum efnivið. 

Meginhugmyndin er að börn skilji og átti sig á að tölustafir eru ekki bara tákn sem hafa verið sett niður á blað af  handahófi, heldur mynda þeir skipulagt kerfi þar sem alls konar mynstur koma fyrir.