Þróunarverkefni 2018-2021

Haustið 2018 hlutum við í Austurkór ásamt vinum okkar í leikskólanum Baugi, Kór og Hörðuvallaskóla styrk úr sprotasjóð ætlaðan samvinnuverkefni skólanna. Þar sem skólarnir hafa unnið með vináttuverkefni Barnaheilla (Blær) þótti kjörið að Blær myndi brúa bilið á milli skólastiganna. Reglulegar heimsóknir barna og kennara á milli skólastiganna þar sem unnið er með námsefnið gefur frábæran flöt á þessu samstarfi.

Þróunarverkefni 2016-2017

Skólaárið 2016-2017 tókum við í Austurkór þátt í þróunarverkefninu "Læsi er meira en stafastaut" ásamt öllum leikskólum Kópavogs. Hér má lesa skýrsluna okkar um verkefnið Læsi er meira en stafastaut

Þróunarverkefni 2014-2015

Veturinn 2014-2015 tókum við í Austurkór þátt í þróunarverkefni ásamt öðrum leikskólum í Kópavogi um sjálfbærni og vísindi.

Verkefnið okkar bar heitið „Hvað er þetta?“. Markmið verkefnisins var að ýta undir forvitni barnanna á umhverfi sínu, veita þeim tækifæri til nýrra upplifana og reynslu og að vekja athygli á því stóra og smáa sem finna má í náttúrunni sem og í manngerðu umhverfi. Einnig vildum við sjá hvort að þessi upplifun í náttúrunni myndi skila sér í leik barnanna inni í leikskólanum.

Hér má lesa skýrsluna okkar sem gefin var út í lok verkefnisins: "Hvað er þetta?"