Ef þú giftist

        Þýð: Jónas Árnason

 

        Ég skal gefa þér kökusnúð

        með kardemommum og sykurhúð

        ef þú giftist, ef þú bara giftist,

        ef þú giftist mér.

 

        Ég skal gefa þér gull í tá

        og góða skó til að dansa á

        ef þú giftist, ef þú bara giftist,

        ef þú giftist mér.

 

        Ég skal elska þig æ svo heitt

        að aldrei við þurfum að kynda neitt

        ef þú giftist, ef þú bara giftist,

        ef þú giftist mér.

 

        Ég skal syngja þér ljúflingslög

        og leika undir á stóra sög

        ef þú giftist, ef þú bara giftist,

        ef þú giftist mér.

 

        Ég skal fela þig fylgsnum í

        svo finni þig ekkert pólití

        ef þú giftist, ef þú bara giftist,

        ef þú giftist mér.

 

        Ef sólin væri á bragðið...

        Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó,

        rosalegt fjör yrði þá!

        Ég halla mér aftur, rek tunguna út - uhuhuh!

        Rosalegt fjör yrði þá!

 

        Ef regnið væri úr bleiku bangsa-gúmmí,

        rosalegt fjör yrði þá!

        Ég halla mér aftur, rek tunguna út - uhuhuh!

        Rosalegt fjör yrði þá!

 

        Ef snjórinn væri úr sykurpúða-poppi,

        rosalegt fjör yrði þá!

        Ég halla mér aftur, rek tunguna út - uhuhuh!

        Rosalegt fjör yrði þá!

 

        Ef væri ég söngvari

        Lag: Weber

        ljóð: Páll J. Árdal

 

        Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð,

        :,: um sólina, vorið og land mitt og þjóð. :,:

         En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð,

        :,: hún leiðir mig verndar og er mér svo góð. :,:

         Ef kynni ég að sauma ég keypti mér lín,

        :,: og klæði ég gerði mér snotur og fín. :,:

         En mömmu úr silki ég saumaði margt,

        :,: úr silfri og gulli hið dýrasta skart. :,:

 

        Ein ég sit og sauma

         Ein ég sit og sauma

        inni í litlu húsi.

        Enginn kemur að sjá mig

        nema litla músin.

        Hoppaðu upp og lokaðu augunum.

        Bentu í austur,

        bentu í vestur.

        Bentu á þann sem að

        þér þykir bestur.

 

        Ein stutt, ein löng

        Ein stutt, ein löng,

        hringur á stöng.

        og flokkur sem spilaði og söng.

        Köttur og mús

        og sætt lítið hús,

        sætt lítið hús

        og köttur og mús.

 

        Ein stutt, ein löng,

        hringur á stöng.

        og flokkur sem spilaði og söng.

        Penni og gat

        og fata sem lak,

        fata sem lak

        og penni og gat.

 

        Ein stutt, ein löng,

        hringur á stöng.

        og flokkur sem spilaði og söng.

        Lítill og stór

        og feitur og mjór,

        feitur og mjór

        og lítill og stór.

 

        Ein stutt, ein löng,

        hringur á stöng.

        og flokkur sem spilaði og söng.

 

    

        Enga fordóma.

        La la la la la la
        La la la la la la
        La la la la la la
        La la la

        Lífið er of stutt fyrir skammsýni

        Úr vegi skal nú rutt allri þröngsýni
        Hlustið undireins inn við bebebe… beinið erum við eins
        Og það bobobo… borgar sig að brosa

        Burtu með fordóma og annan eins ósóma
        Verum öll samtaka þið verðið að meðtaka
        Þótt ég hafi talgalla þá á ekki að uppnefna
        Þetta er engin algebra öll erum við eins

        Hey, hvort sem þú ert stór eða smávaxin
        Hvort sem þú ert mjór eða feitlaginn
        Hlustið undireins inn við bebebe… beinið erum við eins
        Og það bobobo… borgar sig að brosa

        Burtu með fordóma og annan eins ósóma
        Verum öll samtaka þið verðið að meðtaka
        Þótt ég hafi talgalla þá á ekki að uppnefna
        Þetta er engin algebra öll erum við eins