Litla flugan
Sigfús Halldórsson
Sigurður Elíasson
Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina.
Í bænum hvílir íturvaxin snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
Lonníetturnar
Ég lonníetturnar lét á nefið
svo lesið gæti ég frá þér bréfið.
Ég las það oft og mér leiddist aldrei
og lifað gæti ég ei án þín.
Tra la la la la la ljúfa.
Tra la la la la la ljúfa.
Ég las það oft og mér leiddist aldrei
og lifað gæti ég ei án þín.
Lóan er komin
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna
vonglaður taka nú sumrinu mót.
La kukkaratsja
La kukkaratsja, la kukkaratsja
drífum oss í dansinn fljótt.
La kukkaratsja, la kukkaratsja
dönsum dátt í alla nótt.
Kátt við dönsum kukkaratsja,
gleðjumst öll við glaða hljóma
fiðringur í fimum fótum
látum létta lagið óma.
Lagið um það sem er bannað
Lag og texti: Sveinbjörn I Baldvinsson
Það má ekki pissa bak við hurð
og ekki henda grjóti oní skurð
ekki fara í bæinn
og kaupa popp og tyggjo
og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó.
Það má ekki vaða út í sjó
og ekki fylla húfuna af snjó
ekki tína blómin
sem eru út í beði
og ekki segja ráddi heldur réði.
Þetta fullorðna fólk er svo skrítið
það er alltaf að skamma mann
þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.
Það má ekki skoða lítinn kall
og ekki gefa ketti drullumall
ekki skjóta pabba
með byssunni frá ömmu
og ekki tína orma handa mömmu.
Það má ekki hjóla inn í búð
og ekki gefa litla bróðir snúð
og ekki fara að hlæja
þó einhver sé að detta
ekki gera hitt og ekki þetta.
Þetta fullorðna fólk er svo skrítið
það er alltaf að skamma mann
þó maður geri ekki neitt
það er alltaf að skamma mann.
Litlu andarungarnir
Austurrískt þjóðlag
Ljóð: Eiríkur Sigurðsson
Litlu andarungarnir
:,: allir synda vel :,:
:,: Höfuð hneigja í djúpið
og hreyfa lítil stél :,:
Litlu andarungarnir
:,: ætla út á haf :,:
:,: Fyrst í fjarlægð skima
og fara svo í kaf :,:
Börnin frisk og fjörug
:,: fara öll í hring :,:
:,: Hönd í hendi smella
og hoppa svo í kring :,:
Langamma
Geiri Jónsson
Ég langömmu á sem að létt er í lund,
hún leikur á gítar hverja einustu stund.
Í sorg og í gleði hún leikur sitt lag,
jafnt sumar sem vetur, jafnt nótt sem dag.
Dag einn er kviknað í húsinu var,
og brunaliðsbíllinn kom æðandi að,
eldurinn logaði um glugga og göng,
sat sú gamla uppi á þaki og spilaði og söng.
Eitt haustið hún gat ekki húsnæðið greitt
hún varð því að flytja, það fannst mörgum leitt.
Hún sat uppi á bílnum, þótt leið væri löng
og látlaust hún spilaði á gítar og söng.
Með súðinni var hún er sigldi hún í strand
með síðasta skipsbátnum komst hún í land.
Í svellandi brimi var sjóleiðin ströng
en í skutnum sat amma og spilaði og söng.
Með kassabíl austur hún keyrði eitt sinn
í Kömbunum valt niður bifreiðin.
Þar enduðu bílstjórans æfinnar göng
en amma slapp lifandi, spilaði og söng.
Nú er hún amma mín horfin á braut,
Hún er nú losnuð frá sorgum og þraut.
Ég gekk eitt sinn þangað sem greftruð hún var,
frá gröfinni heyrði ég ómaði lag.
Líkamslagið
(lag : Gamli Nói)
Hvar er augað
Hvar er augað
Sýndu mér það nú.
Hvað geri þú með auga
Hvað gerir þú með auga
Blikka blikka
Loka loka
Horfa út um allt
Hvar er nefið
Hvar er nefið
Sýndu mér það nú.
Hvað gerir þú með nefið
Hvað gerir þú með nefið
Blása blása
Snýta snýta
Lykta út um allt
Hvar er munnur
Hvar er munnur
Sýndu mér hann nú.
Hvað gerir þú með munni
Hvað gerir þú með munni
Borða borða
Drekka drekka
Tala allan daginn.
Litli Siggi(lag: Allir krakkar)
Litli Siggi og litla Sigga
löbbuðu út í mó.
Bæði ber að tína
í berja fötu sína.
Það var gaman, það var gaman.
Hopp og hæ og hó!
Litli Siggi, litli Siggi
litla þúfu fann.
Blessuð berin ljúfu
byrgðu alla þúfu.
Eitt af öðru, eitt af öðru
upp í munninn rann.
Litla Sigga, litla Sigga
lítinn bolla sá.
En sá litaljóminn,
litlu fögru blómin.
Þau ég tíni, þau ég tíni,
þau skal mamma fá.
Lobbukvæði
Heyrðu Lobba, viltu ljá mér litla hvolpinn þinn
Heldurðu að ég meiði nokkuð þetta litla skinn?
Ég skal fara varlega og hafa gát á því
að hann detti ekki í gólfið og reki nefið í
Mig langar til að skoða skæru augun blá
og litlu skrýtnu rófuna sem er aftan á
Láta hann svo hlaupa á litlu fótunum
og leika mér svo dálítið við hann og klappa ' honum
Ætlarðu' ekki, Lobba mín, að lána mér hann?
Ég læt þig hafa' í staðinn beinið sem ég fann.
Það er sjáðu utan á því ofurlítið ket,
og seinna skal ég gefa þér meira ef ég get.
Ég verð nú ekki lengi að naga beinið þitt,
en náttúrulega máttu skoða litla skinnið mitt.
En ef hann fer að væla og ef það koma tár,
þá ættir þú að vara þig, því ég get orðið sár.
Lína Langsokkur
Hér skal nú glens og gaman
við getum spjallað saman.
Gáum hvað þú getur,
vinur gettu hver ég er.
Verðlaun þér ég veiti,
ef veistu hvað ég heiti.
Vaðir þú í villu
þetta vil ég segja þér.
Hér sérðu Línu Langsokk
Tralla hopp, tralla hei,
Trallahopp sa-sa.
Hér sérðu Línu langsokk,
já, líttu- það er ég.
Svo þú sérð minn apa,
minn sæta fína litla apa.
Herra Níels heitir, Já – hann heitir reyndar það.
Hérna höll mín gnæfir
við himin töfraborg mín gnæfir.
Fannstu annan fegri
eða frægðarmeiri stað?
Hér sérðu Línu Langsokk...
Þú höll ei hefur slíka,
ég á hest og rottu líka.
Og kúf-fullan af krónum
einnig kistil á ég mér.
Veri allir vinir
velkomnir, einnig hinir.
Nú lifað skal og leikið
þá skal líf í tuskum hér.
Hér sérðu Línu Langsokk...