Afi minn fór á honum Rauð
Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi.
Sækja bæði sykur og brauð,
sitt af hvoru tagi.
Afi minn og amma mín
Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
þangað vil ég fljúga.
Allur matur
Allur matur á að fara
upp í munn og ofan í maga.
Heyrið þið það?
Heyrið þið það?
Svo ekki gauli garnirnar!
A og B
A og bé
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Lítil mús
til okkar fús,
kom og byggði hús.
Lamb í baði
borðar súkkulaði.
Hundur jarmar,
galar grísinn hátt.
A og bé
spott og spé,
grísinn galar upp í tré.
Hróp og köll
um víðan völl
og þá er sagan öll.
Allir krakkar
Allir krakkar, allir krakkar
eru í skessuleik.
Má ég ekki mamma
með í leikinn þramma?
Mig langar svo, mig langar svo
að lyfta mér á kreik.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.
Út með skóflu og fötu
en ekki út á götu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara út.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Heim til pabba og mömmu
líka afa og ömmu.
Allir krakkar, allir krakkar
eru að fara heim.
Alli, Palli og Erlingur
Alli, Palli og Erlingur, þeir ætla að fara að sigla.
Vantar vænan bát, en vita afbragðsráð.
Þeir fundu gamalt þvottafat, sem farið var að mygla.
Sigla út á sjó og syngja: Hæ, hæ, hó.
Seglið var úr afarstórum undirkjól,
mastrið það var skófluskaft og skútan lak og valt.
Og hæ og hó og hæ og hó og hí,
en skítt með það, við skulum komast fyrir því!
Alli vildi ólmur til Ameríku fara,
en Palli sagði: Portúgal er prýðisland.
Ertu frá þér, Palli, nú ætlum við að spara,
siglum beint og stefnum beint á Grænlandssand.
Ertu frá þér, Erlingur, þú ert að fara í kaf.
Hatturinn þinn fýkur af og feykist út á haf.
Og hæ og hó og hæ og hó og hí,
en skítt með það, við skulum komast fyrir því.