Í Hlíðarendakoti
Lag: Friðrik Bjarnason
Ljóð: Þorsteinn Erlingsson
Fyrr var oft í koti kátt,
krakkar léku saman.
Þar var löngum hlegið hátt,
hent að mörgu gaman.
Út um stéttar urðu þar
einatt skrítnar sögur,
þegar saman safnast var
sumarkvöldin fögur.
Eins við brugðum okkur þá
oft á milli bæja
til að kankast eitthvað á,
eða til að hlæja.
Margt eitt kvöld og margan dag
máttum við í næði
æfa saman eitthvert lag,
eða syngja kvæði.
Bænum mínum heima hjá
Hlíðar brekkum undir
er svo margt að minnast á
margar glaðar stundir.
Því vill hvarfla hugurinn,
heillavinir góðir,
heim í gamla hópinn minn,
heim á fornar slóðir.
Í grænni lautu
Danskt lag
Ljóð: Steingrímur Arason
Í grænni lautu,
þar geymi ég hringinn,
:,: sem mér var gefinn
og hvar er hann nú? :,:
Í leikskóla er gaman
Ljóð: Gylfi Ægisson
Í leikskóla er gaman,
þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.
Hnoða leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir
í leikskólanum hér.