Dansi, dansi dúkkan mín
Fini Hendrigues
Gunnar Egilsson þýddi
Dansi, dansi dúkkan mín.
Dæmalaust er stúlkan fín.
Voða fallegt hrokkið hár,
hettan rauð og kjóllinn blár.
Svo er hún með silkiskó,
sokka hvíta eins og snjó.
Heldurðu ekki að hún þé fín?
Dansi, dansi dúkkan mín.
Draumahöll-vögguvísa
Lag: Christian Hartmann/Thorbjörn Egner
Ljóð: Kristján frá Djúpalæk
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.
Dansar á pallinum (Nafnavísa)
Nöfn barnanna sett í eyðurnar
…... dansar á pallinum,
en ..…. skellihlær.
…… er á sokkunum
og ….... datt í gær.
…...keyrir bíl með …... í
og ..…. kastar bolta til ..….
Dýravísa
Þjóðlag, Staka
Hani, krummi, hundur, svín
hestur, mús, tittlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín,
hneggjar, tístir, syngur.
Druslan
Við setjum svissinn á
og við kúplum gírnum frá,
það er startað
og druslan fer í gang!
Drun, drun!!
Það er enginn vandi
að aka bifreið,
ef maður bara kemur
henni í gang.
Drun, drun!!
Dýrin í Afríku
1. Hér koma nokkrar vísur,
sem þið viljið máske heyra
um dýrin út í Afríku
um apana og fleira.
:,: Hoja, hoja, ha, ha, ha. :,:
Um dýrin út í Afríku
um apana og fleira.
2. Hæst í trjánum hanga þar
hnetur og bananar.
Þar hefðarapar hafa bú.
Þeir heita bavíanar.
:,: Hoja, hoja,……
3. Úr pálmablöðum eru gerðar
apabarnavöggur,
en barnfóstran er voða gamall
páfagaukaskröggur.
:,: Hoja, hoja, ……
4. Og hér þarf ekkert slökkvilið
og engan brunahana.
Því fíllinn slekkur allan eld
með ógnarlöngum rana.
:,: Hoja, hoja,……
5. Og kóngurinn í skóginum
er ljónið sterka og stóra.
Hans kona er ljónadrottningin
hún étur á við fjóra.
:,: Hoja, hoja,……
6. Í trjánum sitja fuglarnir
og syngja allan daginn
og vatnahestur bumbu ber
og bumban – það er maginn.
:,: Hoja, hoja,……
7. Þetta er fjörug músík,
svo öll dýrin fara að dansa.
Þau dansa fram á rauða nótt,
og vilja ekki stansa.
:,: Hoja, hoja,……
8. Hjá gíröffunum var sút og sorg
það var svei mér ekki af engu.
Því átta litlir gíraffar
illt í hálsinn fengu.
:,: Hoja, hoja,……
9. En nashyrningur læknir kom
með nefklemmur og tösku.
Og hann gaf öllum hálstöflur
og hóstasaft af flösku.
:,: Hoja, hoja,……
10. Krókódíllinn stóri hann fékk
kveisu hér um daginn.
Hann hafði étið apakött,
sem illa þoldi maginn.
:,: Hoja, hoja,……
11. Svo var skinnið skorið upp
það skelfing var að heyra.
Kvæðið langtum lengra er
en ég lærði ekki meira.
:,: Hoja, hoja,……
Drippedí-dripp, droppedí-dropp
Drippedí-dripp, droppedí-dropp
drippedí, drippedí, droppedí-dropp.
Drippedí-dripp, droppedí-dropp
drippedí, drippedí, droppedí-dropp.
Rigning hér og rigning þar
já, rigningin er alls staðar
en sama er mér og
sama er þér
við sullum og bullum hér.
Drippedí-dripp, droppedí-dropp.
Ding Dong
Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,
ding, dong, sagði lítill grænn froskur.
Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,
og svo líka ding, dong - spojojojojong!
(Blikka augunum til skiptis)
Mm,
ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,
mm, ðð, sagði lítil græn eðla.
Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,
og svo líka mm, ðð - bllrrllrrllrr!
(Reka út úr sér tunguna)
King, kong, sagði stór svartur api einn dag,
king, kong, sagði stór svartur api.
King, kong, sagði stór svartur api einn dag,
og svo líka king, kong - gojojojojo!
(Slá með hnefum í bringuna)
Dropalagið
Drip, drop, drip, drop
segja droparnir við pollinn.
Drip, drop, drip, drop
segja droparnir við pollinn.
Og þeir stinga sér í kaf
og breyta pollinum í haf.
Draugalagið
Nú skulum við syngja um draugana tvo
sem ævi sína enduðu í myrkrinu svo.
Þeir svifu og svifu og svifu um allt,
en mamma þeirra sagði:” myrkrið er
svart.”
:,: Baba búbú baba bú :,:
Þeir svifu og svifu og svifu um allt
en mamma þeirra sagði: “ myrkrið er
svart”.
Annar hét Gunnar og hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir svifu og svifu og svifu um allt en
mamma þeirra sagði: “ myrkrið er svart”.
:,: Baba búbú baba bú :,:
Þeir svifu og svifu og svifu um allt
en mamma þeirra sagði: “ myrkrið er
svart”.