Ég á gamla frænku
Ég á gamla frænku sem heitir Ingeborg.
Við eftir henni hermum er hún gengur niður á torg.
Og svo sveiflast fjöðrin og fjöðrin sveiflast svo.
Og svo sveiflast fjöðrin og fjöðrin sveiflast svo.
Ég á gamla frænku……
Og svo sveiflast hatturinn og hatturinn sveiflast svo.
Og svo sveiflast sjalið og sjalið sveiflast svo.
Og svo sveiflast karfan og karfan Taskan sveiflast svo.
Og svo sveiflast pilsið og pilsið sveiflast svo.
Og svo sveiflast frænkan og frænkan sveiflast svo.
Ég er gula blómið fína
Lag: Kátir dagar
Ég er gula blómið fína, blómið fína
Blöðin gulu vil ég sýna, vil ég sýna.
Kátir krakkar klöppum saman, klöppum saman
Ofsalega er nú gaman, er nú gaman.
(síðan rauða, bláa, bleika blómið o.s.frv.)
Ég heyri svo vel
Ólafur Haukur Símonarson
Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa,
ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa,
ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa.
heyri hárið vaxa,
heyri neglurnar lengjast,
heyri hjartað slá.
Þú finnur það vel, allt færist nær þér,
þú finnur það vel, þú kemur nær mér,
þú finnur það vel, allt fæðist í þér
andlitin lifna og húsin dansa og vindurinn hlær.
Ég er mús
Ég er mús eins og allir sjá,
lík er pabba og mömmu sem ég á.
Ostur besta sem ég veit
enda er ég soldið feit.
Svona er að vera mús
og kunna ekki að drekka úr krús,
en mig langar svo oft í djús.
Ég heiti;
Mýsla tísla, tásla, túsla (x3)
- þetta heiti ég!
Ég ætla að syngja
Fjóla Ólafsdóttir
Ég ætla að syngja, ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna eru augun, hérna eru eyrun,
hérna er nebbinn minn og munnurinn.
Hérna er bringan, hérna er naflinn,
hérna er rassinn minn og búkurinn.
Hérna eru fingurnir, hérna er hendin,
hérna er olnboginn og handleggurinn.
Hérna eru tærnar, hérna er hællinn,
hérna er hnéð á mér og fótleggurinn.