Þytur í laufi
Þytur í laufi, bálið brennur
blærinn hvíslar sofðu rótt.
Hljóður í hafi röðull rennur,
roðnar og býður góða nótt.
Vaka þá ennþá vinir saman,
varðeldi hjá í fögrum dal.
Lífið er söngur glaumur gaman.
Gleðin hún býr í fjallasal.
Það búa litlir dvergar
Þýskt lag Ljóð: Þórður Kristleifsson
Það búa litlir dvergar í björtum dal,
á bak við fjöllin háu í skógarsal.
Byggðu hlýjann bæinn sinn,
brosir þangað sólin inn.
Fellin enduróma allt þeirra tal.
Það er leikur að læra
Þýskt lag - Guðjón Guðjónsson
Það er leikur að læra,
leikur sá er mér kær,
að vita meira og meira,
meira í dag en í gær.
Bjallan hringir, við höldum
heim úr skólanum glöð,
prúð og frjálsleg í fasi,
fram nú allir í röð.
Þulan um fingurna
Þumalfingur er mamma,
sem var mér vænst og best.
Vísifingur er pabbi,
sem gaf mér rauðan hest.
Langatöng er bróðir,
sem býr til falleg gull.
Baugfingur er systir,
sem prjónar sokka úr ull.
Litli fingur er barnið,
sem leikur að skel.
Litli pínu anginn,
sem dafnar svo vel.
Hér er allt fólkið
svo fallegt og nett.
Fimm eru í bænum,
ef talið er rétt.
Ósköp væri gaman
í þessum heim,
ef öllum kæmi saman
jafn vel og þeim.
Þorraþrællinn 1866
Þjóðlag
Kristján Jónsson
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnar steinum á
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
“Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin.
Nú er hann enn að norðan,
næðir kuldaél
yfir móa og mel
myrkt sem hel.”
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá.
Hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt.
Brátt er búrið autt,
búið snautt.
Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein,
en gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepni eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
“Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú,
hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut