Reykurinn
Við ýtum reyknum út
og við togum reykinn inn
og reykurinn fer upp um skorsteininn.
Syngjum glorí, glorí, hallelúja
og reykurinn fer upp um skorsteininn.
Ríðum heim til Hóla
Lag: J.C. Gebauer
Ljóð: Guðmundur Guðmundsson
Ríðum heim til Hóla.
Pabba kné er klárinn minn,
kistill mömmu fákur þinn.
Ríðum heim til Hóla.
Ríðum út að Ási.
Ef við höfum hraðann á,
háttum þar við skulum ná.
Ríðum út að Ási.
Ríðum heim að Hofi.
Senn er himni sólin af,
sigin ljós í vesturhaf.
Ríðum heim að Hofi.
Ryksugulagið
Ryksugan á fullu, étur alla drullu,
trallalara, trallalara, trallararamm.
Sópa burtu ryki með kústi og gömlu priki,
trallalara, trallalara, trallararamm.
Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa
og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa,
svo söngflokkurinn haldi sínu lagi
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Út með allan skítinn svo einhver vilji líta inn,
trallalara, trallalara, trallararamm.
Skúra, skrúbba og bóna, rífa af öllum skóna,
trallalara, trallalara, trallararamm.
Ef þú getur ekki sungið reyndu þá að klappa
og ef þú getur ekki klappað reyndu þá að stappa,
svo söngflokkurinn haldi sínu lagi
og syngi ekki sitt af hvoru tagi.
Ruggutönn
Ég er með lausa tönn
Hún ruggar geðveikt mikið
Pabbi vill toga' í mína tönn
En nei, þar dreg ég strikið!
Hún er mín eigin ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég vil ekki missa mína ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég er með lausa tönn
Hún ruggar er ég tala
Mamma vill taka þessa tönn
Ég neita því og gala:
Hún er mín eigin ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég vil ekki missa mína ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég er með lausa tönn
Hún ruggar við hvern sopa
Ég sötra saft í óða önn
Því hún ruggar líka er ég ropa!
Ég elska mína ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggu-ruggutönn
Ég vil ekki missa mina ruggutönn
Ruggu-ruggu-ruggutönn
Rauði karlinn
(Lag: Allir krakkar)
Rauði karlinn, rauði karlinn
kallar til þín hér.
Hann biður þig að bíða
best er því að hlýða.
Stans hann segir,
stans hann segir.
Stans og gættu að þér.
Græna karlinn, græna karlinn
krakkar þekkja flest.
Göngumerki gefur
gát á öllu hefur.
Yfir götu öll við göngum
glöð í einni lest.