Nú er úti norðanvindur
Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur,
ef ég ætti útikindur,
mundi ég setja þær allar inn,
elsku besti vinur minn.
:,: Úmbarassa, úmbarassa
úmbrassasa :,:
Upp er runninn öskudagur,
ákaflega skýr og fagur,
einn með poka ekki ragur,
úti vappa heims um ból,
góðan daginn og gleðileg jól
:,: Úmbarassa, ……
Elsku besti stálargrér,
heyrir þú hvað ég segi þér,
þú hefur étið úldið smér,
og dálítið af snæri,
elsku vinurinn kæri.
:,: Úmbarassa, ……
Þarna sé ég fé á beit,
ei er því að leyna.
Nú er ég komin upp í sveit
á rútunni hans Steina,
þú veist hvað ég meina.
:,: Úmbarassa, ……
Nú skal syngja
Magnús Pétursson
Nú skal syngja um kýrnar
sem baula hátt í kór.
Þær gefa okkur mjólkina
svo öll við verðum stór.
Mjólk, mjólk, mjólk, mjólk, mjólk.
Mö, mö, mö, .……..
Nú skal syngja um hænsnin
sem gagga endalaust.
Þau gefa okkur eggin
svo öll við verðum hraust.
Egg, egg, egg, egg, egg.
Ga, ga, gó, ga, ga, ga, ga, gó…
Nú skal syngja um lömbin
sem jarma sætt og blítt.
Þau gefa okkur ullina
svo okkur verði hlýtt.
Ull, ull, ull, ull, ull.
Me, me, me…….