Með sól í hjarta
Með sól í hjarta og söng á vörum
við setjumst niður í grænni laut.
Í lágu kjarri við kveikjum eldinn
og kakó hitum og eldum graut.
Enn logar sólin á Súlnatindi
og senn fer nóttin um dalsins kinn.
Og skuggar lengjast og skátinn þreytist
hann skríður sæll í pokann sinn.
Og skáta dreymir í værðarvoðum
um varðeld kakó, og nýjan dag.
Af háum hrotum þá titra tjöldin
í takti, einmitt við þetta lag.
Mér finnst best að borða
Mér finnst best að borða blómkálssúpu og brauð,
Hamborgara, kjúklinga og súkkulaðifrauð.
Fisk og gos og franskar finnst mér gott að fá,
Og flatköku með miklu smjöri og hangikjöti á.
-Fisk og franskar finnst mér gott að fá,
Og flatköku með miklu smjöri og hangikjöti á.
-Fisk og franskar finnst mér gott að fá,
Og flatköku með miklu smjöri og hangikjöti á.
Með vindinum þjóta skúraský
Ljóð: Margrét Jónsdóttir
Með vindinum þjóta skúraský
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
Og droparnir hníga og detta á ný
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
Nú smáblómin vakna eftir vetrarblund
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
Þau augun sín opna, er grænkar grund
drýpur drop, drop, drop,
drýpur drop, drop, drop.
Meistari Jakob
Íslenska
:,: Meistari Jakob, :,:
:,: sefur þú ? :,:
:,: Hvað slær klukkan ? :,:
:,: Hún slær þrjú. :,:
Enska
:,: Are you sleeping :,:
:,: brother John? :,:
:,: Morning bells are ringing :,:
:,: ding, dang, dong :,:
Finnska
:,: Jaakko kulta :,:
:,: herää jo :,:
:,: Kellojasi soita :,:
:,: pim, pam, pom! :,:
Indíánamál
:,: Fosin Jako :,:
:,: nisbetja! :,:
:,: Timbatire linso :,:
:,: Tom peng pung :,:
Þýska
:,: Meister Jakob :,:
:,: schläfst du noch? :,:
:,: Hörst du nicht die Glochen? :,:
:,: Ding, ding, dong! :,:
Franska
:,: Frére Jacques :,:
:,: dormez-vous? :,:
:,: Sonnez les matines, :,:
:,: din, don,don :,:
Sænska
:,: Broder Jakob :,:
:,: sover du? :,:
:,: Ring til ottesången :,:
:,: Bing, bang, bång! :,:
Danska
:,: Mester Jakob :,:
:,: sover du? :,:
:,: Hörer du ej klokken? :,:
:,: Bim, bam, bum :,:
Færeyska
:,: Sov ei longur :,:
:,: Bróðir Jón :,:
:,: Morgunklokkur ringja :,:
:,: Ding, ding, dong :,:
Maístjarnan
Jón Ásgeirsson - Halldór Laxness
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve lengi ég beið þín,
það er vorhret á glugga
napur vindur sem hvín.
En ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín
og nú loks ertu komin
þú ert komin til mín.
Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef.
Nema von mína og líf mitt,
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er allt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri,
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans.
Það er maísólin okkar,
okkar einingabands,
fyrir þér ber ég fána,
þessa framtíðarlands.
Margt þarf að gera á morgnana
Margt þarf að gera á morgnana,
á morgnana, á morgnana.
Margt þarf að gera á morgnana,
Og margt sem ekki má gleyma.
Þannig er best að þvo um hönd,
Að þvo sér má enginn gleyma.
Þannig er best að þurrka hönd,
Að þurrka má enginn gleyma.
Þannig er best að bursta tönn.
Að bursta má enginn gleyma.
Þannig er best að greiða hár,
Að greiða má enginn gleyma.
Þannig er kátt að klappa í takt,
Að klappa má enginn gleyma.
Þannig er gott að ganga í röð,
Að ganga má enginn gleyma.
Þannig er létt að hoppa í hóp,
Að hoppa má enginn gleyma.
Maja Maríuhæna
Maja Maríuhæna
fór í gönguferð væna
og rakst þar á hann Sigga Fel
sem svaf í sinni sniglaskel
Svo kom rok og steypiregn
og Maja blotnaði í gegn.
”Kæri Siggi, hleyp mér inn
í sniglaskeljarkuðunginn”
”Já, gakkt' í bæinn, Maja kær
svo þorni þínar blautu tær.
Stofan mín er þröng og mjó
en alveg laus við regn og snjó”
Þá sátu Maja og Siggi hér
alla nótt og skemmtu sér.
Þau urðu vinir eins og skot
Og giftust svo um áramót!