Kalli kónguló
Þjóðlag
Kalli litli kónguló klifraði upp á vegg.
Þá kom rigning og Kalli litli féll.
Upp kom sólin og þerraði hans kropp
og hann Kalli litli kónguló klifraði upp á topp
Karl gekk út um morguntíma
Karl gekk út um morguntíma
taldi alla sauði sína,
einn og tveir og þrír og fjórir
og allir voru þeir.
Með höndunum gerum við
klapp, klapp, klapp.
Með fótunum gerum við
stapp, stapp, stapp.
Einn, tveir, þrír,
ofurlítið spor,
einmitt á þennan hátt
er leikur vor.
Kanntu brauð að baka?
Kanntu brauð að baka?
Já, það kann ég.
Svo úr því verði kaka?
Já, það kann ég.
Ertu alveg viss um
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?
Kanntu mat að sjóða?
Og gestum heim að bjóða?
Kanntu ber að tína?
Og stoppa í sokka fína?
Kanntu að sjóða fiskinn?
Og færa hann upp á diskinn?
Kisa mín
Kisa mín, kisa mín,
hvaðan ber þig að?
Og ég kem nú frá London,
þeim mikla´og fræga stað.
Kisa mín, kisa mín,
hvað gerðirðu þar?
Og ég var að veiða mýsnar
í höllu drottningar.
Klappa saman lófunum
Þjóðlag, Gamlir húsgangar
Klappa saman lófunum,
reka féð úr móunum,
vinna sér inn bita,
láta ekki hann pabba vita.
Klappa saman lófunum,
reka féð úr móunum,
tölta á eftir tófunum
tína egg úr spóunum.
Krummi krunkar úti
Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
“Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn.
:,: Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn” :,:
Klukkurím
Klukkan eitt
eta feitt.
Klukkan tvö
baula bö.
Klukkan þrjú
mjólka kú.
Klukkan fjögur
kveða bögur.
Klukkan fimm
segja bimm.
Klukkan sex
borða kex.
Klukkan sjö
segja Ö.
Klukkan átta
fara að hátta.
Klukkan níu
veiða kríu.
Klukkan tíu
kyssa píu.
Klukkan ellefu
fleyta kellingu.
Klukkan tólf
ganga um gólf
Kolakassinn
Þjóðlag
Ljóð: Gestur Guðfinnsson
(Nöfn barnanna sett í eyðurnar)
….. datt í kolakassann
hæfadderí, fadderall-all-a.
..... átti að passa hann
hæfadderí, fadderall-all-a.
Viðlag 1:
Ef hún mamma vissi það
þá yrði hún alveg steinhissa.
Hæfadderí, hæfaddera,
hæfadderí fadderall-all-a.
Viðlag 2:
Hvað ert þú að gera hér?
Snáfaðu heldur heim með mér.
Hæfadderí, hæfaddera,
hæfadderí fadderall-all-a.
Krumminn í hlíðinni
Íslenskt þjóðlag
Gömul þula
Krumminn í hlíðinni
hann fór að slá.
Þá kom Lóa lipurtá
og fór að raka ljá.
Hann gaf henni hnappa þrjá
og bannaði henni að segja frá
en hann spói spíssnefur
og hann sagði frá,
prakkarinn sá.
Þó var ljáin ekki nema
hálft annað puntstrá.
Klói kattarskrækur
Ég heiti Klói kattarskrækur,
í kofa stórum bý. (Hvæs)
Um strætin læðist léttur, sprækur
og læt fólk kenna á því, (Hvæs)
Ég skelfi hér alla, búmm, búmm,
(Slegið á læri)
Konur og kalla. (Mjá)
Durudu,rudu,rudu,rudu, durdu, durru rud
Krummi svaf í klettagjá
Íslenskt þjóðlag
Ljóð: Jón Thoroddsen
Krummi svaf í klettagjá
kaldri vetrarnóttu á,
:,: verður margt að meini, :,:
fyrr en dagur fagur rann,
freðið nefið dregur hann
:,: undan stórum steini. :,:
Allt er frosið úti gor,
ekkert fæst við ströndu mor,
:,: svengd er metti mína, :,:
ef að húsum heim ég fer,
heimafrakkur bannar mér
:,: seppi úr sorpi að tína. :,:
Öll er þakin ísi jörð,
ekki séð á holtabörð
:,: fleygir fuglar geta, :,:
en þó leiti út um mó,
auða hvergi lítur tó,
:,: hvað á hrafn að eta? :,:
Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
:,: flaug úr fjallagjótum, :,:
lítur yfir byggð og bú
á bæjum fyrr en vakna hjú,
:,: veifar vængjum skjótum. :,:
Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá,
:,: fyrrum frár á velli. :,:
“Krunk, krunk, nafnar komið hér!
Krunk, krunk, því oss búin er,
:,: krás á köldu svelli. :,:
Krumminn á skjánum
Krumminn á skjánum,
kallar hann inn:
“gef mér bita’af borði þínu,
bóndi minn!”
Bóndi svara býsna reiður:
“Burtu farðu, krummi leiður.
Líst mér að þér lítill heiður,
ljótur ertu’ á tánum,
Krumminn á skjánum.”
Kvæðið um fuglana
Ljóð: Davíð Stefánsson
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri fjarska villtan vængjaþyt,
um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Kvæðið um litlu hjónin
Við lítinn vog í litlum bæ er
lítið hús, lítið hús.
Í leyni inni í lágum vegg
er lítil mús, lítil mús.
Um litlar stofur læðast hæg og lítil hjón,
því lágvaxin er litla Gunna og litli Jón.
Þau eiga lágt og lítið borð
og lítinn disk, lítinn disk
og litla skeið og lítinn hníf
og lítinn fisk, lítinn fisk
og lítið kaffi, lítið brauð
og lítil grjón.
Því lítið borða litla Gunna og litli Jón.
Þau eiga bæði létt og lítil
leyndarmál,leyndarmál.
og lífið gaf þeim lítinn heila
og litla sál,litla líf
Þau miða allt sitt litla líf
við lítinn bæ
og lágann himin,litla jörð
og lygnan sæ.
Þau höfðu lengi litla von
um lítil börn, lítil börn,
sem léku sér með lítil skip
við litla tjörn, litla tjörn,
en loksins sveik sú litla von
þau litlu flón,
og lítið elskar litla Gunna
hann litla Jón.
Kalli kálormur
Ég er Kalli kálormur,
í kál og rófur gráðugur.
Naga, naga alla daga,
namm, namm, namm.
En Gulli, sá sem garðinn á,
gremjulegur kemur þá.
Ormur, ormur eins og gormur
burt, burt, burt.
Karlinn í tunglinu
Það bjó einn karl í tunglinu, tunglinu, tunglinu,
það bjó einn karl í tunglunu og hann hét Eikartré.
Hárið var úr hafragraut, hafragraut, hafragraut,
hárið var úr hafragraut og hann hét Eikartré.
Augun voru úr kjötbollum, kjötbollum, kjötbollum,
augun voru úr kjötbollum og hann hét Eikartré.
Nefið var úr osti, osti, osti,
nefið var úr osti og hann hét Eikartré.
Munnurinn var úr pizzu, pizzu, pizzu,
munnurinn var úr pizzu og hann hét Eikartré.
Eyrun voru úr sveppum, sveppum, sveppum,
eyrun voru úr sveppum og hann hét Eikartré.
Maginn var úr appelsínu, appelsínu, appelsínu,
maginn var úr appelsínu og hann hét Eikartré.
Handleggirnir voru úr gulrótum, gulrótum, gulrótum,
handleggirnir voru úr gulrótum og hann hét Eikartré.
Fæturnir voru úr súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði,
fæturnir voru úr súkkulaði og hann hét Eikartré.
Tærnar voru úr rúsínum, rúsínum, rúsínum,
tærnar voru úr rúsínum og hann hét Eikartré.
Rassinn var úr hlaupi, hlaupi, hlaupi,
rassinn var úr hlaupi og hann hét Eikartré.