fara á forsíðu
  • Starfsfólk
  • Foreldrar
    • Fréttir
    • Matseðill
    • Deildir
      • Viðburðir
      • Um skólann
        • Námið
          • Sönglög
            • Farsæld barna
            • Starfsfólk
            • Foreldrar
              • Fréttir
              • Matseðill
              • Deildir
                • Viðburðir
                • Um skólann
                  • Námið
                    • Sönglög
                      • Farsæld barna

                       

                       

                              HREYFA - FRJÓSA...

                              Hreyfa litla fingur, hreyfa litla fingur,

                              hreyfa litla fingur og frjósa eins og skot!

                       

                              (tær, tungur, nebba, augu, hendur, fætur o.s.frv.)

                       

                              Hér búálfur á bænum er

                              Þýskt þjóðlag

                              Ljóð: Hildigunnur Halldórsdóttir

                       

                              Hér búálfur á bænum er

                              á bjálkalofti í dimmunni,

                              hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu.

                              Hann stappar fótum hoppar hátt,

                              og haframjölið étur hrátt.

                              Hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu

                       

                              Hver var að hlæja

                              Hver var að hlæja,

                              þegar ég kom inn?

                              Kannski það hafi verið kötturinn?

                              :,: Jæja, nú jæja, látum hann hlæja.

                              Kannski hann hlæi ekki í annað sinn :,:

                       

                              Hjólin á strætó

                              Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

                              hring, hring, hring, hring, hring, hring.

                              Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

                              út um allan bæinn.

                               Hurðin á strætó opnast út og inn,

                              út og inn, út og inn.

                              Hurðin á strætó opnast út og inn,

                              út um allan bæinn.

                              Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,

                              kling, kling, kling, kling, kling, kling.

                              Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling,

                              út um allan bæinn.

                              Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,

                              bla, bla, bla, bla, bla, bla.

                              Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,

                              út um allan bæinn.

                              Krakkarnir í strætó segja uh, uh, uh,

                              uh, uh, uh, uh, uh, uh.

                              Krakkarnir í strætó segja uh, uh, uh,

                              út um allan bæinn.

                               Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss,

                              uss, uss, uss, uss, uss, uss.

                              Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss,

                              út um allan bæinn.

                       

                              Höfuð, herðar, hné og tær

                              Hermann Ragnar Stefánsson

                       

                              Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

                              Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær,

                              augu, eyru, munnur og nef.

                              Höfuð, herðar, hné og tær, hné og tær.

                              Hnakki, kinnar, haka, háls,    
                              haka, háls.
                              Hnakki, kinnar, haka, háls,
                              haka, háls.
                              Bringa, magi, bak og rass.
                              Hnakki, kinnar, haka, háls,
                              haka, háls.

                       

                              Hafið bláa hafið

                              Hafið, bláa hafið, hugann dregur.
                              Hvað er bak við ystu sjónarrönd?
                              Þangað liggur beinn og breiður vegur.
                              Bíða mín þar æskudrauma lönd.
                              Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr.
                              Bruna þú nú, bátur minn.
                              Svífðu seglum þöndum,
                              svífðu burt frá ströndum.
                              Fyrir stafni haf og himinninn.

                       

                              Húsmóðir veit

                              Húsmóðir veit hvað það er
                              að temja þennan barnaher.
                              Þegar einn vill þetta vill annar hitt
                              og allir vilja þeir sitt.

                              Þegar einn dettur ofan' í pott
                              og annar hrindir öllu um koll.
                              Sá þriðji vill pylsu, sjá fjórði vill kók
                              sá fimmti er með rifna brók.

                       

                             Hákarlinn í hafinu,

                              Hákarlinn í hafinu,

                             kemur upp úr kafinu,

                             lítur í átt að landi,

                             langar að skipin strandi.

                             Vini á hann voðalega fáa

                             hákarlinn í hafdjúpinu bláa.

                       

                             Hákarlinn í hafinu,

                             kann að vera í kafinu

                             Leikur hann sér að löngu,

                             loðnu og síldargöngu.

                             Hefur skrápinn skelfilega gráa,

                             hákarlinn í hafdjúpinu bláa

                       

                             Hákarlinn í hafinu,

                             kvikur er í kafinu.

                             Blikar á beittar tennur,

                             blóð um kjaftinn rennur.

                             Gleðst hann yfir grimmilegum dauða,

                             hákarlinn í hafdjúpinu rauða.

                       

                              Hákarlinn í hafinu,

                              kraftmikill í kafinu.

                              Bærir þar blakkan ugga,

                              Bráðum siglir dugga.

                              Ætli hann gleypi stýrimann og stjóra?

                              Hákarlinn í hafdjúpinu stóra.


                              Hákarla-lagið

                               Það var stelpa da-da-da-da-da-da-da!

                              Það var strákur da-da-da-da-da-da-da!

                              Þau fóru að synda da-da-da-da-da-da-da!

                              Þau syndu lengra da-da-da-da-da-da-da!

                       

                              EN, það voru HÁKARLAR í sjónum!

                              "Waaaaaa!" (Allir öskra)

                       

                              Pabbi hákarl da-da-da-da-da-da-da!

                              Mamma hákarl da-da-da-da-da-da-da!

                              Litli hákarl da-da-da-da-da-da-da!

                              Afi hákarl da-da-da-da-da-da-da!

                              Amma hákarl da-da-da-da-da-da-da!

                              Diskó hákarl da-da-da-da-da-da-da!

                              Vitlaus hákarl da-da-da-da-da-da-da!

                              Feiti hákarl da-da-da-da-da-da-da!

                       

                              Þeir bitu í hönd da-da-da-da-da-da-da!

                              og aðra hönd da-da-da-da-da-da-da!

                              Þeir bitu í fót da-da-da-da-da-da-da!

                              og annan fót da-da-da-da-da-da-da!

                       

                              Af því að þetta voru...

                              ...HÁKARLAR!

                              "waaaaaaaa!" (Allir öskra)

                       

                              Hátt upp´á fjalli...

                              Hátt upp´fjöllunum þar búa tröllin:

                              Tröllapabbi, tröllamamma og litli Trölli rölli.

                              BÖÖHH!! segir trölla pabbi.

                              Bööhh!! segir trölla mamma,

                              en hann litli Trölli rölli,

                              segir bara: bööhhhhh!!

                       

                              Langt inni í skóginum þar búa ljónin

                              Ljónapabbi, ljónamamma og litli Ljóni-fljóni

                              Arrrrrrr sagði ljónamamma.

                              Arrrrrrr sagði ljónapabbi.

                              En hann litli Ljónsi-fljónsi sagði bara “mjá”

                       

                              Hátt upp á loftinu þar búa draugar:

                              Draugapabbi, draugamamma og litli vasaklútur.

                              Bööööö sagði draugapabbi

                              Bööööö sagði draugamamma

                              En hann litli vasaklútur sagði bara “aaaatjjúúú”

                      • A
                      • Á
                      • B
                      • D
                      • E
                      • É
                      • F
                      • G
                      • H
                      • I
                      • Í
                      • J
                      • K
                      • L
                      • M
                      • N
                      • O
                      • Ó
                      • P
                      • R
                      • S
                      • T
                      • U
                      • Ú
                      • V
                      • Y
                      • Þ
                      • Æ
                      • Ö
                       
                      © 2019 Leikskólinn Austurkór
                      Austurkór 1, sjá kort
                      Sími 4415100
                      austurkor@kopavogur.is