Um leið og við bjóðum barnið ykkar og ykkur velkomin í leikskólann Austurkór, viljum við upplýsa ykkur um ýmis atriði sem varða starfsemi skólans og nauðsynlegt er fyrir foreldra að vita.

Góð foreldrasamvinna og gagnkvæmur trúnaður er forsenda þess að leikskóladvölin verði barninu ánægjuleg og árangursrík. Gott upplýsingastreymi er einnig mikilvæg stoð í samstarfi heimilis og skóla.  Við munum nota ýmsar leiðir til upplýsingagjafar s.s. tölvupósta, heimasíðu og upplýsingatöflu við deildirnar til að koma nýjustu fréttum til ykkar.  Auk þess munum við senda út stutt fréttabréf, svonefnda Fréttamola nokkrum sinnum yfir skólaárið. Foreldraviðtöl verða að jafnaði eitt á önn en alltaf verður hægt að finna samtalsstund þegar á þarf að halda.

 

Við notum smáforrit sem heitir Vala fyrir mætingu og samskipti. Ef barnið er veikt er hægt að tilkynna það í Völu appinu eða hringja inn á deildina hjá barninu. Barnið þarf að hafa sinn eigin kodda og teppi sem er geymt inn á deild og notað fyrir hvíldina

 

Hvað á að vera í leikskólatöskunni ?

 ...en best er að geyma töskuna heima vegna þrengsla í fataklefa....

 

  • Nærbuxur/samfella 3stk
  • Sokkar 3stk
  • Buxur 1stk
  • Bolur 1stk
  • Peysa 1stk
  • Vettlingar 3stk
  • Ullarsokkar 1stk
  • Útigalli 
  • Pollagalli 
  • Húfa (gott að hafa eina þunna og aðra hlýrri)
  • Ullar- eða flíspeysa 
  • Stígvél 
  • Teppi og koddi fyrir hvíldina
  • Glas (ekki brothætt) fyrir barnið til að hafa inni á deild
  • Bleyjur og blautþurrkur (ef barn er enn að nota bleyju)

   

Allur fatnaður þarf að vera vel merktur 


  ALLA FÖSTUDAGA OG FYRIR FRÍDAGA VERÐUR AÐ TÆMA HÓLF BARNANNA