Í Austurkór vinnum við með flæðandi dagskipulag. Leikurinn er í forgrunni í öllu skólastarfinu enda er það löngu sannað að leikurinn er sú námsleið sem börn læra mest og best í gegnum. Í gegnum leikinn læra börn að skilja umhverfi sitt, tjá hugmyndir sínar, reynslu og tilfinningar og þróa félagsleg tengsl. Í leik taka börnin þátt í lýðræðislegum athöfnum þegar þau setja fram eigin hugmyndir og þurfa jafnframt skilja sjónarmið annarra.  Við teljum þetta endurspeglast í einkunnarorðum skólans – Austurkór... þar sem ævintýrin gerast. Það er trú okkar að barnæskan eigi að vera stútfull af ævintýrum og margskonar upplifunum sem skapast þegar námsefnið er opið og fjölbreytt, námsleiðirnar margbreytilegar og verkefnavalið í takt við áhuga barnanna.

 

Hornsteinar skólastarfsins í Austurkór eru: lýðræðisleg vinnubrögð, útinám og námslotur byggðar á gildum skólans, samvinnu, lýðræði og atorku. Til að ná fram þessum uppeldislegu áherslum í skólastarfinu byggjum við dagskipulagið upp með þeim hætti að halda tvenns konar þing – krakkaþing og kennaraþing. Með þingunum teljum við okkur iðka lýðræðisleg vinnubrögð þar sem bæði börnum og kennurum eru veitt tækifæri til að hafa áhrif. Ævintýraferðir eru m.a. okkar leið til útináms og stefnum við á frekari tengingu milli ferðanna og daglegs starfs í skólanum.

 

Siðir og venjur

Það er gaman að gera sér dagamun og í Austurkór gerum við sitthvað til að lífga upp á hversdagsleikann. Á föstudögum hittumst við í salnum og syngjum saman á fjörfundi. Ef veður er gott eru fjörfundir jafnvel haldnir úti. Við höldum afmælisdaga barnanna hátíðlega með því að gera afmæliskórónu, börnin velja sér afmælisdisk í matsalnum og fá að sjálfsögðu afmælissöng frá félögunum. Við fögnum einnig öðrum hátíðum svo sem degi myrkurs, degi íslenskrar tungu, bjóðum foreldrum í þrettándakaffi, höldum þorrablót, fögnum bollu-, sprengi- og öskudegi en á öskudag mega börnin mæta í búningum, furðufötum eða náttfötum. Auk þess höldum við árlegan hjóladag og sumargleði þar sem allir fagna sumrinu saman. Jólin eru notalegur tími í Austurkór þar sem reynt er að skapa rólegan og hátíðlegan blæ.

Þegar hverri námslotu lýkur höfum við boðið ættingjum og vinum að koma á lotulok sem eru einskonar uppskeruhátíð lotunnar þar sem við gerum störf lotunnar sýnileg og námi barnanna hátt undir höfði.

Á miðvikudögum á hvíldartíma hittast elstu barna kórinn þar sem þau æfa söngatriði fyrir tilvonandi útskrift. Á föstudögum hittast elstu börnin einnig á hvíldartíma og eiga saman stund sem við köllum Gaman saman þar sem þau fara saman í leiki sem efla félagsfærni og samvinnu. Þessar stundir byggja á námsefni verfærakistu Vöndu. Elstu tveir árgangarnir hafa farið reglulega í heimsóknir til vina okkar á Hrafnistu í Boðaþingi. Þar sem börnunum gefst tækifæri til þess að eiga gæðastundir með gamla fólkinu.

 

Dagskipulag

Dagurinn í Austurkór byrjar á rólegum leik og morgunmat. Síðan taka við samverustundir og eftir það hefjast þingstörf, ýmist krakka- eða kennaraþing. Einu sinni í viku er farið í ævintýraferð og allar deildar vinna með námsefnið Lubbi finnur málbein og vináttunámsefnið um Blæ. Deildarnar skiptast á að halda fjörfund á sal einu sinni í viku þar sem allur leikskólinn kemur saman og skemmtir sér við söng eða með því að sýna æft efni.

Máltíðir eru bornar fram í matsal og skipast börnin á að fara fram í matsal að borða á milli þess sem þau leika sér í rólegum leik inni á sinni deild. Allar deildar fara í hvíld þar sem börnin hvíla sig eftir þörfum, hlusta á sögu eða gera slökunaræfingar.

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

7:30-8:00

Tekið á móti börnum á Esju/Öskju

Tekið á móti börnum á Esju/Öskju

Tekið á móti börnum á Esju/Öskju

Tekið á móti börnum á Esju/Öskju

Tekið á móti börnum á Esju/Öskju

8:00-9:00

Krakkaþing / morgunmatur

Krakkaþing / morgunmatur

Krakkaþing / morgunmatur

Krakkaþing / morgunmatur

Krakkaþing / morgunmatur

9:00-11:00

Morgunsamvera

Ævintýraferð

Útivera

Morgunsamvera

Kennaraþing

Útivera

Morgunsamvera

Kennaraþing

Útivera

Morgunsamvera

Kennaraþing

Útivera

Morgunsamvera

Krakkaþing

Útivera

11:00-13:00

Krakkaþing, hádegismatur og hvíld

Krakkaþing, hádegismatur og hvíld

Krakkaþing, hádegismatur og hvíld

Krakkaþing, hádegismatur og hvíld

Fjörfundur

Krakkaþing, hádegismatur og hvíld

13:00-14:00

Vináttustundir

Krakkaflæði

Krakkaflæði

Krakkaflæði

Krakkaflæði

14:00-16:00

Nónhressing

Krakkaþing

Útivera

Nónhressing

Krakkaþing

Útivera

Nónhressing

Krakkaþing

Útivera

Nónhressing

Krakkaþing

Útivera

Nónhressing

Krakkaþing

Útivera

16:00-16:30

Rólegur leikur og ávextir

Rólegur leikur og ávextir

Rólegur leikur og ávextir

Rólegur leikur og ávextir

Rólegur leikur og ávextir