Tilgangur foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna og starfsfólks í Austurkór og styrkja samskipti foreldra/forráðamanna barnanna og starfsfólks.
Foreldrafélagið skipuleggur og leggur leikskólanum lið við ýmsa viðburði: Jólaball með jólasveinum, söngvum, smákökum og almennri gleði, Dag myrkurs með því að útvega og skenkja kakói, ljósmyndatöku barna og deilda, sveitarferð þar sem börnin fá að kynnast dýrum og borða nesti, sumarhátíð sem er lokahóf ársins, með grilluðum pylsum, öðru góðgæti og leiksýningu og öðrum viðburðum eða aðstoð eftir því sem við á.
Allir foreldrar/forráðamenn sem greiða árgjaldið geta tekið þátt í viðburðum á vegum félagsins. Árgjaldið er innheimt í tveimur greiðslum, að hausti og vori. Fleiri foreldrar eru hvattir til að koma í stjórn foreldrafélagsins eða þá að aðstoða á viðburðum (svo hægt sé að dreifa álaginu og stjórnin geti þá líka notið viðburðarins með sínum börnum).
Ef þú hefur áhuga á að aðstoða, ganga í stjórnina eða vilt koma einhverju á framfæri er hægt að senda tölvupóst á: foreldrafelagausturkors@gmail.com
Í foreldrafélagi skólans skólaárið 2024-2025 eru:
Kolbrún Ást Björnsson - formaður foreldrafélagsins (Sjónarhóll og Lundur)
Sunna Magnúsdóttir - gjaldkeri foreldrafélagsins (Sjónarhóll og Esja)
Ingibjörg Hulda Ragnarsdóttir- ritari foreldrafélagsins (Esja)
Aðrir í nefnd: Snjólaug Heimisdóttir (Perla), Guðrún Ýr Erlingsdóttir (Askja), Lilja Vattnes Bryngeirsdóttir leikskólastjóri og Svanhvít Friðriksdóttir aðstoðarleikskólastjóri.
Starfsreglur foreldrafélagsins
Hér má finna starfsreglur foreldrafélagsins