Við erum í sóttkví

Vegna aldurs barnanna þarf annað foreldrið að vera í sóttkví með barninu.

Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tölvupóstum og tilkynningum í Völunni - því eins og við vitum eru hlutirnir fljótir að breytast.Nú þurfum við að vera staðföst og traust eins og eikartré en einnig sveigjanleg og opin fyrir öllum vindáttum eins og víðir. Reynum að halda í rútínuna, svefnmunstrið, fá súrefni og útiveru, skapa og leika okkur.