Föstudagsfræðsla og fjörfundur


Og fyrir ykkur sem ekki vita hvað felst í henni - þá er um að ræða jafningjafræðslu starfsmannahópsins þar sem við skiptumst á að fræða hvert annað um ákveðið viðfangsefni tengdu starfinu.  Í morgun voru Gróa og Unnur keflishaldarar fræðslunnar og kynntu og leiðbeindu hópnum um hvaða málörvunarnámsefni/leikefni er til í skólanum og hvernig sniðugt er að nota/nýta það í starfinu.
Esjubúar stýrðu svo fjörfundinum núna eftir hádegi með aðeins breyttu sniði því búið er að breyta uppröðuninni í matsalnum og má sjá Ingu deildarstjóra fara yfir breytinguna með hópnum
Góða helgi kæru vinir - megi hún vera næringarrík á allan hátt
Fréttamynd - Föstudagsfræðsla og fjörfundur Fréttamynd - Föstudagsfræðsla og fjörfundur

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn