Stutt í helgarfrí ¿¿

Samvinnulotan fer vel af stað og hafa strax fæðst áhugaverðar verkefnahugmyndir á deildunum sem gaman verður að fylgjast með vaxa.  Á Sjónarhóli er mikill áhugi á sniglum og er þegar farið að skapa einn slíkan úr jarðleir. Á Esju er búið að vera spá í fuglum sem hefur leitt til pælinga um haustið (því sumir fuglar fara annað þegar fer að hausta). Lunda-lingar eru uppteknir af kóngulóm, ánamöðkum og sniglum.  Á Öskju er búið að vera vinna með efnivið úr náttúrunni sem safnað var saman í ævintýraferð vikunnar og svo er verið að skapa hugarkort og safna saman hugmyndum af verkefnum sem unnin verða áfram í lotunni.