Alþjóðlegi drullumallsdagurinn
Í gær héldum við upp á Alþjóðlega drullumallsdaginn í leikskólanum 🪴Markmiðið með honum er að efla samfélagsvitund og þakklæti fyrir umhverfinu í kringum okkur og efla tengingu milli allra barna á jörðinni. Hvað er betra en að gera það í gegnum jörðina sjálfa og nýta moldina. Börnin eru mjög hrifin af þessum degi. Þeim fannst mjög skemmtilegt að leika með fullt af mold, vatni, blómum og öðrum efnivið í algjörri núvitund í góða veðrinu.🥰