Hjóladagurinn

Mikið stuð og stemmning er búin að vera í dag á hjóladeginum. Börnin hafa undanfarna daga lagt mikið í undirbúninginn fyrir hjóladaginn. Þau hafa verið að skapa bensínstöð, þvottastöð, verkstæði, búð, umferðaskilti, umferðaljós og margt fleira. Á hjóladaginn voru svo hjólin þvegin, löguð, tekið bensín, stoppað í búðinni og hjólað um allan garðinn og bílastæðið. Löggan kom í heimsókn og skoðaði hjálmana og hjólin hjá börnunum. Löggan spjallaði og lék einnig við þau. Börnin fengu svo límmiða og tattoo í kveðjugjöf áður en hún fór að sinna útköllum. Þessi heimsókn vakti mikla lukku og vorum við hæstánægð með þessa frábæru gesti.
Fréttamynd - Hjóladagurinn Fréttamynd - Hjóladagurinn Fréttamynd - Hjóladagurinn Fréttamynd - Hjóladagurinn Fréttamynd - Hjóladagurinn Fréttamynd - Hjóladagurinn

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn