Sumarhátíð

Í gær var haldin sumarhátíð hér í leikskólanum Austurkór og var mikið stuð og stemmning. Garðurinn var allur skreyttur með skreytingum eftir börnin og íslenska fánanum var flaggað. Ýmislegt skemmtilegt var í boði eins og hoppukastalar, grjónakast, krítastöð, grjónapúðakast, sápukúlur, andlitsmálning og tattoo. Foreldrar og börn nutu sín í botn í ágætis veðri og börnin fengu svo að gæða sér á ís í tilefni dagsins.