Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Það er óhætt að segja að þessi vika hefur verið viðburðarík hér í leikskólanum. Á mándaginn var bolludagur og þá gæddum við okkur á fiskibollum í hádeginu og rjómabollum í kaffinu. Á sprengidaginn var auðvitað saltkjöt og baunir í boði eins og hefðin er á þessum degi. Á miðvikudaginn var svo öskudagur sem allir biðu spenntir eftir enda búið að eyða miklum tíma í að búa til búninga úr hvítum bolum, málningu og allskonar efnivið. Dagurinn heppnaðist ótrúlega vel og voru allir hæst ánægðir enda mikið fjör og gleði. Allir skörtuðu sínu fínasta í búningunum. Við slógum köttinn úr tunnunni og dönsuðum í takt við tónlistina á öskudagsballi. Í hádeginu var svo opin pizzasjoppa þar sem eldri börnin buðu upp á pizzu fyrir öll börnin. Þetta var sannkölluð veisla!
Fréttamynd - Bolludagur, sprengidagur og öskudagur Fréttamynd - Bolludagur, sprengidagur og öskudagur Fréttamynd - Bolludagur, sprengidagur og öskudagur

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn