Bóndadagurinn

Við héldum upp á Bóndadaginn og fögnuðum Þorra. Frábær fjörfundur var í boði gula gangs og Margrét fræddi okkur um hvernig hlutirnir voru í gamla daga. Í hádeginu gæddum við okkur á grjónagraut og fengum að smakka þorramat. Hákarlinn rann ljúflega niður hjá sumum á meðan aðrir létu sér nægja einn bita eða afþökkuðu pent. Börnin voru búin að gera þorrakórónur í vikunni og settu þær upp í tilefni dagsins.
Fréttamynd - Bóndadagurinn

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn