Hjóladagur í leikskólanum
Farið var strax út í morgun að hjóla til að nýta góða veðrið. Garðurinn var opnaður út á bílaplan og hjólað þar í hringi. Einnig var í boði að hjóla inni á lóð. Búið var að koma fyrir bensínstöð, peningum, verkstæði, umferðaskiltum, umferðaljósum og sjoppu sem börnin höfðu búið til seinustu dagana. Allir fengu pening til að versla í sjoppunni en þar var hægt að versla rúsínur og cheerios. Þau gátu einnig komið við á bensínstöðinni til að taka bensín og lagað hjólið sitt á verkstæðinu. Lögreglan kíkti svo í heimsókn og sýndi börnunum ljósin á lögreglubílnum og spjallaði við þau. Lögreglan kom jafnframt færandi hendi og gáfu börnunum endurskinsmerki. Það ríkti mikil gleði og kátína hjá börnunum í morgun.