Útskriftaferð í Vatnaskóg

Í dag fóru elstu börn í útskriftaferð í Vatnaskóg. Farið var af stað klukkan níu í morgun og deginum eytt í Vatnaskógi. Þar var farið í gönguferð, bátsferð og leikið í hoppuköstulum. Krakkarnir fengu svo að gæða sér á pizzu í hádeginu og köku í kaffinu áður en farið var af stað heim. Bæði starfsfólk og börn voru mjög ánægð með ferðina þrátt fyrir mikla rigningu.