Haldið upp á 10 ára afmæli Austurkórs í dag

Í dag héldum við upp á 10 ára afmæli Austurkórs. Hipp hipp húrra! Skólinn var skreyttur með fallegum skreytingum sem börnin gerðu fyrr í vikunni. Afmælissöngurinn var sunginn og borðuð pizza í hádeginu. Foreldrum og fleiri gestum var svo boðið í afmæliskaffi og þá var sko boðið upp á súkkulaðiköku í tilefni dagsins.