Nýtt ár og þrettándakaffi

Við viljum þakka fyrir árið sem er að líða, allar skemmtilegu stundirnar, þroskastökk og góða vináttu. Við óskum ykkur farsældar á nýju ári. Við hlökkum til allra ævintýranna sem bíða okkar í leik og starfi og áframhaldandi vináttu og vaxtar. Á föstudaginn er þrettándinn sem er síðasti dagur jóla. Þá verður þrettándakaffi og foreldrum boðið að koma í morgunkaffi milli klukkan 8:00 - 9:15 Í boði verður brauðbollur, pipakökur og kakó.