Aðventan

Það er óhætt að segja að við höfum notið aðventunnar hér í leikskólanum Austurkór. Börnin hafa notið þess að búa til gjafir í jólasmiðjunni, hlustað á jólasögur, skreytt pipakökur og búið til jólaskraut.
Í byrjun aðventunnar vorum við með jólaverkstæði fyrir börn, foreldra og forráðamenn. Þar var skapað allskyns jólaskraut og heppnaðist vel til.
Í byrjun desember var jólaball í leikskólanum þar sem jólasveinar komu og heilsuðu upp á börnin. Einnig var jólaleikrit fyrir elstu börnin og jólasaga fyrir þau yngstu.
Í dag héldum við svo upp á dag myrkurs með foreldrum. Slökkt var á öllum ljósum úti, eldur tendraður og kveikt á kertum. Börn og foreldrar mættu vel klædd út í garð og leituðu að endurskinsmerkjum með vasaljósum, kveiktu á kertum og settu í krukkur, drukku kakó og borðuðu pipakökur. Þessi stund var mjög notaleg svona í morgunsárið.