Nýr leikskólastjóri í Austurkór

Nýr leikskólastjóri heitir Elín Rós Hansdóttir og hefur hún starfað við leikskóla frá árinu 2001 og frá árinu 2018 sem leikskólastjóri við leikskólann Hulduheima í Grafarvogi. 
Elín Rós hefur mikla reynslu af starfi og stjórnun í leikskóla. Hún hefur starfað sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri og leikskólastjóri og hefur skýra sýn á faglega forystu í leikskólastarfi. Hún leggur áherslu á að vera í góðri samvinnu við starfsfólk, foreldra og börn. Einnig er hún með góða faglega sýn á leikskólastarf og mikilvægi góðra samskipta og samvinnu við börn, foreldra og samstarfsfólk og að allir fái tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum.
 
Elín Rós hefur kynnt sér leikskólastarfið í Austurkór og hefur mikinn áhuga á að taka að sér leiðtogahlutverk í þeim leikskóla. Hún hefur unnið með og þekkir vel Reggio Emilio hugmyndafræðina, sem Austurkór vinnur eftir. Jafnframt hefur hún unnið með vináttuverkefni Barnaheilla, Blæ, sem allir leikskólar í Kópavogi hafa innleitt.
 
Elín Rós mun hefja störf þann 1. apríl en þangað til mun hún vera með annan fótinn hjá okkur og hitta starfsfólk og börn.
 
Á sama tíma og við bjóðum Elínu Rós hjartanlega velkomna til starfa í Austurkór þá viljum við þakka Guðnýju Önnu fráfarandi leikskólastjóra kærlega fyrir sín störf í Austurkór og óskum henni velferðar.