Öskudagur

Það er búin að vera mikil stemmning hjá okkur í Austurkór í dag enda Öskudagurinn tekinn með trompi. Börn og starfsfólk mætti í allskonar búningum, náttfötum eða furðufötum í morgun. Kötturinn var síðan sleginn úr tunnunni við mikinn fögnuð barnanna. Því næst var haldið öskudagsball þar sem var dansað, hlegið og gantast. Í hádeginu var svo sett upp pylsusjoppa þar sem börnin gátu bæði fengið að afgreiða í sjoppunni og koma að kaupa sér pylsu til að gæða sér á í hádeginu. Það er því óhætt að segja að börnin eru alsæl með daginn.