Afmæli Austurkórs og dagur leikskólans

Í dag héldum við upp á 9 ára afmæli Austurkórs og jafnframt var haldið upp á dag leikskólans. Ýmislegt var brallað á þessum afmælisdegi. Má þar nefna ævintýraferð, útivera, unnið með leir, kubbað og margt fleira. Allar deildir í skólanum gerðu sér dagamun í tilefni afmælisins og gæddu sér á afmælisköku, skreyttu skólann og skelltu sér á dansiball.