Bóndadagur í leikskólanum

Í dag fögnuðum við fyrsta degi þorra hér í leikskólanum Austurkór. Börnin gerðu þorrakórónur fyrir daginn og ákveðið var að hafa lopaþema í tilefni dagsins. Í skólanum var sett upp skemmtileg sýning á gömlum munum sem börnin geta skoðað og í hádeginu var svo skellt upp langborði og það skreytt með húsdýrum. Þar komu allir saman og gæddu sér á gómsætum þorramat.