Áramótakveðja

Kæru Austurkórsvinir

Um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða, allar gleðistundirnar, ótal þroskastökk og dásemdar vináttu. Þá óskum við ykkur farsældar á nýju ári.
Við hlökkum til allra ævintýranna sem bíða okkar í leik og starfi og áframhaldandi vináttu og vaxtar.
Við hefjum árið á skipulagsdegi 02.01.23 en þá er leikskólinn lokaður. Þar stillum við saman strengi eftir jólafrí og skipuleggjum vorönnina.
Við hlökkum svo til að sjá ykkur klár í slaginn 03.01.23