Þátttaka barna í leikskólastarfi á milli jóla- og nýárs

Undanfarin ár hefur aðsókn í leikskóla bæjarins dagana milli jóla- og nýárs verið lítil. Í ár eru fjórir virkir dagar milli hátíða og margir starfsmenn sem taka út orlofsdaga og vinnutímastyttingu á þeim tíma. Leikskólinn verður opinn á umræddu tímabili. Hinsvegar verður dregið úr skipulögðu faglegu starfi og máltíðir verða einfaldar. Foreldrar geta sótt um niðurfellingu á gjöldum einn, tvo , þrjá eða fjóra daga milli jóla- og nýárs. Við hvetjum ykkur kæru foreldrar/forráðamenn að sækja um með góðum fyrirvara til þess að við getum séð hve mörg börn mæta í leikskólann þessa daga. Þannig tryggjum við að mönnun og matur verði í samræmi við fjölda barna. Vinsamlegast sækið um í Þjónustugátt Kópavogsbæjar /Umsókn um niðurfellingu á gjöldum milli jóla- og nýárs, fyrir 11. desember.
Með fyrirfram þökkum
Fyrir hönd Menntasviðs Kópavogs,
Sigurlaug Bjarnadóttir, Deildarstjóri leikskóladeilda