Vorið er komið!

Nú er maímánuður genginn í garð og óhætt að segja að ýmislegt skemmtilegt sé á döfinni hjá elsta árgangi leikskólans. Útskriftaferðin þeirra verður 10. maí næstkomandi en farið verður í Vatnaskóg og deginum eytt þar. Farið verður á báta, borðaður góður matur, hoppað í hoppuköstulum og farið í leiki. Vorskólinn mun svo vera 11. og 12. maí en þá er farið í Hörðuvallaskóla og þau fá þar að kynnast kennaranum sínum og skólaumhverfinu enda stutt í að grunnskólagangan hefjist. Útskriftin verður svo haldin með pompi og prakt 20. maí í Hörðuvallaskóla. Þetta er yndisleg stund sem foreldrar, börn og kennarar eiga saman enda stór áfangi að klára leikskólagönguna og því ber að fagna.
Fréttamynd - Vorið er komið!

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn