Eitt húsnæði - tveir skólar

Þetta er alltaf spurning um viðhorf og fengum við í Austurkórsliðinu ásamt kollegum okkar í Efstahjalla frábært námstækifæri í síðustu viku þegar við breyttum skólaumhverfinu okkar á núll einni (og megum sko gefa okkur klapp á bakið fyrir það afrek).

Nú eru 2 starfsstöðvar í skólanum - 2 deildir af Efstahjalla og Austurkór - smá tilfærður um rými. Efstihjalli er með rýmið á Bláa gangi og Austurkór er með gula og rauða gang, matsalinn og listasmiðjuna. Önnur rými nýtum við saman og er magnað að upplifa hvað allir eru að standa sig frábærlega í breyttum aðstæðum