Mikið fjör og gleði var á hjóladeginum og sumarhátíðinni.

Mikið fjör og gleði hefur verið á hjóladeginum og sumarhátíðinni. Börnin lögðu mikið í undirbúning fyrir hjóladaginn og var búið að skapa bensínstöð, þvottastöð, verkstæði, búð, umferðaskilti og margt fleira. Á hjóladaginn voru svo hjólin þvegin, löguð, tekið bensín, stoppað í búðinni og hjólað um allan garð. Löggan kíkti einnig á svæðið og skoðuðu hjálma og hjól barnanna og gáfu þeim límmiða.
Sumarhátíðin er haldin í tilefni af degi ljóssins og í samstarfi við foreldrafélagið. Voru því borðaðar pylsur og drukkin sólarsafi. Stöðvar voru úti í garði þar sem allir fengu að njóta sín. Það var hægt að hoppa í hoppukastala, fá andlitsmálningu, leika með fallhlíf, kríta, æfa sig í sápukúlugerð eða mála. Fjörfundur var hafður úti í garði þar sem allir sungu sumarlög í tilefni dagsins.