Í þulu aprílmánaðar er rauður hestur gefinn.

Hér kemur þulan:

Þumalfingur er mamma,
sem var mér vænst og best.
Vísifingur er pabbi,
sem gaf mér rauðan hest.
Langatöng er bróðir,
sem býr til falleg gull.
Baugfingur er systir,
sem prónar sokka úr ull.
Litli fingur er barnið,
sem leikur að skel,
litli pínu anginn sem dafnar svo vel.

Hér er allt fólkið svo fallegt og nett.
Fimm eru í bænum ef talið er rétt.
Ósköp væri gaman í þessum heim
ef öllum kæmi saman jafn vel og þeim.