Deildirnar í leikskólanum Austurkór

Leikskólinn Austurkór er sex deilda leikskóli. 

Deildirnar heita Sjónarhóll, Esja, Lundur, Askja, Dyngja og Perla.

Á bláa gangi er Sjónarhóll og Esja og á gula gangi er Lundur og Askja. Á rauða gangi eru Dyngja og Perla. Á Sjónarhóli, Esju og Lundi eru börn fædd 2020-2022 og á Öskju, Dyngju og Perlu eru börn fædd 2023-2024.