Þorrinn á næsta leiti

Sýningin verður að þessu sinni á rauða gangi og ef einhverjir skemmtilegir hlutir leynast á ykkar heimili og þið viljið lána okkur á sýninguna þá tökum við fagnandi við þeim.
Okkur þykir heldur ólíklegt að hér í Austurkór verði Þorranum fagnað með stripli og hoppi í kringum skólann :
"Þess vegna var það skylda bænda 'að fagna þorra' eða 'bjóða honum í garð' með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa."