Jóladagurinn mikli á föstudaginn


....því fyrir hádegi verður slegið upp jólaballi (eftir göngum), veislumatur í hádeginu og piparkökur í nónhressingu. Eftir hádegi verður Þórdís Arnljótsdóttir með sýningu á jólaleikritinu sínu í matsalnum og ef einhverjum langar til að vera í sínu fínasta pússi þá er það í góðu lagi....bara að muna að vera líka með útiföt - því það er lífsnauðsynlegt að fá smá hreyfingu í kroppinn og súrefni í lungun þegar svona margt spennandi er á dagskrá á sama deginum.
Jólatréið fyrir jólaballið er alveg að verða tilbúið og eru það börnin á gula gangi sem eiga heiðurinn af þessu dásamlega, endurnýtta sköpunarverki.
Fréttamynd - Jóladagurinn mikli á föstudaginn

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn